Tölum um kynferðislega áreitni : Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 16. júlí 2021 06:00 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um mál ónefnds tónlistarmanns, bæði í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum. Mikið var kallað eftir því að einhver myndi stíga fram undir nafni því ekki væri boðlegt að einhverjar konur settu fram nafnlausar ásakanir á hendur manninum. Dómstóll götunnar myndi svo sjá um að hafa af viðkomandi æruna og lífsviðurværið. Ung kona steig fram og sagði frá því hvernig tónlistarmaðurinn hefði áreitt hana í veislu á sameiginlegum vinnustað þeirra. Eftir að hafa orðið fyrir áreiti af hálfu mannsins allt kvöldið öskraði hún á hann og bað um að hann léti sig í friði. Viðbrögðin í athugasemdakerfunum voru fyrirsjáanleg. Spurt var hvaða kona hefði ekki orðið fyrir áreiti á skemmtistað og ekki ætti að gera úr því fréttaefni. Þá var spurt hvort konur ættu að hrúgast í fjölmiðla til að segja frá því að einhver hafi farið undir pilsið hjá þeim á balli fyrir mörgum árum. Auk þess var hæðst að útliti ungu konunnar og komið inn á gamlar mýtur um nauðganir eins og hversu drukknar stúlkur voru er áreitið áttið sér stað. Hér með líkur umfjölluninni um mál ónefnda tónlistarmannsins og við taka almennar vangaveltur um kynferðislega áreitni. Kynferðislegt áreiti hefur verið samgróið við skemmtanamenninguna. Í gegnum tíðina hafa konur verið áreittar af karlmönnum, konur hafa verið áreittar af konum. Karlmenn hafa verið áreittir af konum og af öðrum karlmönnum. Þannig hefur það gengið í gegnum áratugina, á skemmtistöðum eins og Hótel Borg, Glaumbæ, Hollywood, Tunglinu, Skuggabarnum og Austur. Litið hefur verið á káf á rasskinnum og brjóstaklípingar sem eðlilegan fylgifisk þess að fara út að skemmta sér. Svo fara allir hressir á Hlöllabáta á eftir. Ég mun aldrei gleyma samtali sem ég átti við mann fyrir nokkrum árum. Hann sagði mér frá því að hann hafi verið staddur á dansgólfi á skemmtistað þegar ung kona kemur og grípur um hann miðjan með þeim orðum að hann ætti að koma með sér heim. Svo klikkti hann út með því að segja: „Þú ættir að prófa þetta ef þú villt fá einhvern með þér heim.“ Eins og það væri eðlilegast í heimi að ganga upp að næsta manni og klípa í typpið á honum upp úr þurru. Nei, það er ekkert eðlilegt við slíkt athæfi enda er um að ræða kynferðislega áreitni. Svo er það fulli gaurinn. Gæinn sem mætir allt of drukkinn á djammið eða í partý og áreitir stóran hóp af þeim konum sem er staddur þar fyrir. En heldur að hann sé að reyna við þær með því að klípa í brjóstin á þeim. Yfirleitt er þetta gaurinn sem konum er sagt að passa sig á því hann eigi það til að vera svolítið óþægilegur þegar hann er í glasi. Svo mætir hann í athugasemdakerfi netmiðlana í miðri #metoo bylgju og spyr hneykslaður: „Hva, má maður ekki reyna lengur við konur út af þessu mítú kjaftæði?!“ Jú vinur, þú mátt reyna við eins margar konur og þú villt. Um hverja einustu helgi. Höfum samt á hreinu að það er stór munur á því að reyna við einhvern og daðra eða að áreita einhvern kynferðislega. Þessi fyrirbæri gætu ekki verið ólíkari. Þegar þú ert að daðra við einhvern þá er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum sem vilja skoða málin nánar, þróa kinnin meira og detta mögulega í skemmtistaðasleik. Á meðan kynferðisleg áreitni er óviðeigandi hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður en um er að ræða hegðun sem er ógnandi og getur verið móðgandi og niðurlægjandi. Með öðrum orðum: Munurinn á daðri eða kynferðislegri áreitni gæti ekki verið skírari og ætti að vera öllum ljós. Samt eru fólk tilbúið til að afsaka þá einstaklinga (konur og menn) sem áreita aðra kynferðislega. Æi hann var svo ungur, hann var svo drukkinn, eða þá að versta afsökunin af þeim öllum er notuð: þetta hefur alltaf verið svona og við því er ekkert að gera. Eins og það hafi verið í lagi að sýna af sér óviðeigandi hegðun nítjánhundruðsjötíuogeitthvað og því sé kynferðisleg áreitni hið besta mál í nútímanum. Á sama tíma og samfélagið er tilbúið til að afsaka þá sem áreita aðra kynferðislega er það duglegt við að senda þeim sem verða fyrir því, þó sérstaklega konum, skilaboð um hvernig best sé að koma í veg fyrir áreitnina eða að verða fyrir nauðgun. Ekki drekka of mikið. Ekki klæða þig eins og drusla. Ekki daðra við annan hvern mann. Ekki skilja glasið þitt eftir svo hægt sé að setja eitthvað í það. Ekki gera þetta. Ekki gera hitt. Þeir sem gætu áreitt annað fólk kynferðislega (konur og karlar) fá hins vegar ekki skilaboð um að sleppa öllu áreiti með sér út á galeiðuna. Skilaboð eins og að klípa ekki í brjóst. Klípa ekki í rassa. Ekki vaða með hendurnar í klofið á fólki. Ekki haga þér eins og fáviti þó þú sért komin í glas. Ekki vera óviðeigandi í samskiptum. Því staðreyndin er sú að aðeins einn einstaklingur sem getur komið í veg fyrir kynferðislegt áreiti og annað kynferðislegt ofbeldi. Og það er einstaklingurinn sem beitir ofbeldinu. Skilaboðin sem þurfa að ná eyrum viðkomandi eru ofur einföld: Ekki áreita. Ekki nauðga. Kynferðisleg áreitni er ekki náttúrulögmál. Um er að ræða brot sem eru óþolandi og ólíðandi. Kynferðisleg áreitni var jafn ólíðandi nítjánhundruðsextíuogeitthvað og það er á árinu 2021. Menn og konur hafa vaknað til vitundar um að hér er á ferðinni brot sem hefur aldrei og verður aldrei í lagi, og eru hætt að láta bjóða sér það. Höfurndur er félagsfræðingur og hefur reynslu af blaðamennsku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um mál ónefnds tónlistarmanns, bæði í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum. Mikið var kallað eftir því að einhver myndi stíga fram undir nafni því ekki væri boðlegt að einhverjar konur settu fram nafnlausar ásakanir á hendur manninum. Dómstóll götunnar myndi svo sjá um að hafa af viðkomandi æruna og lífsviðurværið. Ung kona steig fram og sagði frá því hvernig tónlistarmaðurinn hefði áreitt hana í veislu á sameiginlegum vinnustað þeirra. Eftir að hafa orðið fyrir áreiti af hálfu mannsins allt kvöldið öskraði hún á hann og bað um að hann léti sig í friði. Viðbrögðin í athugasemdakerfunum voru fyrirsjáanleg. Spurt var hvaða kona hefði ekki orðið fyrir áreiti á skemmtistað og ekki ætti að gera úr því fréttaefni. Þá var spurt hvort konur ættu að hrúgast í fjölmiðla til að segja frá því að einhver hafi farið undir pilsið hjá þeim á balli fyrir mörgum árum. Auk þess var hæðst að útliti ungu konunnar og komið inn á gamlar mýtur um nauðganir eins og hversu drukknar stúlkur voru er áreitið áttið sér stað. Hér með líkur umfjölluninni um mál ónefnda tónlistarmannsins og við taka almennar vangaveltur um kynferðislega áreitni. Kynferðislegt áreiti hefur verið samgróið við skemmtanamenninguna. Í gegnum tíðina hafa konur verið áreittar af karlmönnum, konur hafa verið áreittar af konum. Karlmenn hafa verið áreittir af konum og af öðrum karlmönnum. Þannig hefur það gengið í gegnum áratugina, á skemmtistöðum eins og Hótel Borg, Glaumbæ, Hollywood, Tunglinu, Skuggabarnum og Austur. Litið hefur verið á káf á rasskinnum og brjóstaklípingar sem eðlilegan fylgifisk þess að fara út að skemmta sér. Svo fara allir hressir á Hlöllabáta á eftir. Ég mun aldrei gleyma samtali sem ég átti við mann fyrir nokkrum árum. Hann sagði mér frá því að hann hafi verið staddur á dansgólfi á skemmtistað þegar ung kona kemur og grípur um hann miðjan með þeim orðum að hann ætti að koma með sér heim. Svo klikkti hann út með því að segja: „Þú ættir að prófa þetta ef þú villt fá einhvern með þér heim.“ Eins og það væri eðlilegast í heimi að ganga upp að næsta manni og klípa í typpið á honum upp úr þurru. Nei, það er ekkert eðlilegt við slíkt athæfi enda er um að ræða kynferðislega áreitni. Svo er það fulli gaurinn. Gæinn sem mætir allt of drukkinn á djammið eða í partý og áreitir stóran hóp af þeim konum sem er staddur þar fyrir. En heldur að hann sé að reyna við þær með því að klípa í brjóstin á þeim. Yfirleitt er þetta gaurinn sem konum er sagt að passa sig á því hann eigi það til að vera svolítið óþægilegur þegar hann er í glasi. Svo mætir hann í athugasemdakerfi netmiðlana í miðri #metoo bylgju og spyr hneykslaður: „Hva, má maður ekki reyna lengur við konur út af þessu mítú kjaftæði?!“ Jú vinur, þú mátt reyna við eins margar konur og þú villt. Um hverja einustu helgi. Höfum samt á hreinu að það er stór munur á því að reyna við einhvern og daðra eða að áreita einhvern kynferðislega. Þessi fyrirbæri gætu ekki verið ólíkari. Þegar þú ert að daðra við einhvern þá er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum sem vilja skoða málin nánar, þróa kinnin meira og detta mögulega í skemmtistaðasleik. Á meðan kynferðisleg áreitni er óviðeigandi hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður en um er að ræða hegðun sem er ógnandi og getur verið móðgandi og niðurlægjandi. Með öðrum orðum: Munurinn á daðri eða kynferðislegri áreitni gæti ekki verið skírari og ætti að vera öllum ljós. Samt eru fólk tilbúið til að afsaka þá einstaklinga (konur og menn) sem áreita aðra kynferðislega. Æi hann var svo ungur, hann var svo drukkinn, eða þá að versta afsökunin af þeim öllum er notuð: þetta hefur alltaf verið svona og við því er ekkert að gera. Eins og það hafi verið í lagi að sýna af sér óviðeigandi hegðun nítjánhundruðsjötíuogeitthvað og því sé kynferðisleg áreitni hið besta mál í nútímanum. Á sama tíma og samfélagið er tilbúið til að afsaka þá sem áreita aðra kynferðislega er það duglegt við að senda þeim sem verða fyrir því, þó sérstaklega konum, skilaboð um hvernig best sé að koma í veg fyrir áreitnina eða að verða fyrir nauðgun. Ekki drekka of mikið. Ekki klæða þig eins og drusla. Ekki daðra við annan hvern mann. Ekki skilja glasið þitt eftir svo hægt sé að setja eitthvað í það. Ekki gera þetta. Ekki gera hitt. Þeir sem gætu áreitt annað fólk kynferðislega (konur og karlar) fá hins vegar ekki skilaboð um að sleppa öllu áreiti með sér út á galeiðuna. Skilaboð eins og að klípa ekki í brjóst. Klípa ekki í rassa. Ekki vaða með hendurnar í klofið á fólki. Ekki haga þér eins og fáviti þó þú sért komin í glas. Ekki vera óviðeigandi í samskiptum. Því staðreyndin er sú að aðeins einn einstaklingur sem getur komið í veg fyrir kynferðislegt áreiti og annað kynferðislegt ofbeldi. Og það er einstaklingurinn sem beitir ofbeldinu. Skilaboðin sem þurfa að ná eyrum viðkomandi eru ofur einföld: Ekki áreita. Ekki nauðga. Kynferðisleg áreitni er ekki náttúrulögmál. Um er að ræða brot sem eru óþolandi og ólíðandi. Kynferðisleg áreitni var jafn ólíðandi nítjánhundruðsextíuogeitthvað og það er á árinu 2021. Menn og konur hafa vaknað til vitundar um að hér er á ferðinni brot sem hefur aldrei og verður aldrei í lagi, og eru hætt að láta bjóða sér það. Höfurndur er félagsfræðingur og hefur reynslu af blaðamennsku
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun