Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 15:18 Sjáskot úr umræddu myndbandi. skjáskot Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Neytendur Utanvegaakstur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Neytendur Utanvegaakstur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira