Naomi Osaka Barbie dúkka seldist upp á augabragði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 15:01 Naomi Osaka Barbie dúkkan í öllu sínu veldi. mattel Barbie dúkka byggð á tennisstjörnunni Naomi Osaka seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu. Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði. Tennis Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði.
Tennis Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira