Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 15:01 Sindri Kristinn átti frábæran leik í gær. Vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu. Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
„Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03