Tók tvo markaskorara af EM með til Íslands eftir vonbrigðin gegn Val Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:30 Mario Gavranovic jafnar hér metin gegn heimsmeisturum Frakka sem Svisslendingar slógu út í 16-liða úrslitum á EM. Gavranovic er nú mættur til Íslands. EPA/Marko Djurica Tveir markaskorarar af EM, og alls sex leikmenn sem spiluðu á mótinu, eru tilbúnir að mæta Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld, með liði Dinamo Zagreb, enda afar mikið í húfi fyrir bæði lið. Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Um er að ræða seinni leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn virtust hafa fengið nær óvinnandi verkefni þegar þeir drógust gegn króatíska stórveldinu Dinamo Zagreb, sem er í þriðja sæti yfir félög sem ólu upp flesta af þeim leikmönnum sem fóru á nýafstaðið Evrópumót landsliða. Valur náði hins vegar að skora tvö mörk í lokin á fyrri leik liðanna í Króatíu fyrir viku síðan og staðan í einvíginu er því 3-2. Reglan um útivallamörk gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo að ef að Valsmenn ná þeim magnaða árangri að vinna eins marks sigur í kvöld þá tekur við framlenging og hugsanlega vítaspyrnukeppni. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:45 og leikurinn sjálfur klukkan 20. Króatíski landsliðsmaðurinn Mislav Orsic fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennu sína fyrir Dinamo Zagreb þegar liðið sló Tottenham út úr Evrópudeildinni.Getty/Jurij Kodrun Í hugum Króata yrði það ekkert annað en hneyksli ef Dinamo Zagreb félli úr keppni í kvöld, fjórum mánuðum eftir að liðið sló Tottenham út í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mislav Orsic, sem skoraði þrennu framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham, er einn af þeim sem kallaðir hafa verið inn í hópinn hjá Dinamo eftir óvæntu úrslitin í fyrri leiknum gegn Val. Landsliðsmarkvörður Króata fékk lengra frí Til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis í kvöld hefur Damir Krznar, þjálfari Dinamo, kallað nær allar sínar helstu stjörnur heim úr örstuttu sumarfríi eftir EM. Dinamo átti sjö fulltrúa sem spiluðu á mótinu og aðeins einn þeirra, Dominik Livakovic sem er landsliðsmarkvörður Króatíu, fær enn að vera í fríi, samkvæmt króatískum miðlum. Hér má sjá frá æfingu Dinamo á Hlíðarenda í gær: Í fyrri leiknum gegn Val var Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi, fyrirliði Dinamo, eini EM-farinn sem spilaði. Hann lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og skoraði svo tvö markanna gegn Val í síðustu viku. Skoruðu fyrir Sviss og Króatíu á EM Nú bætast fimm EM-farar við. Svisslendingurinn Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Frökkum í 16-liða úrslitum, er þar á meðal. Gavranovic skoraði einnig í vítaspyrnukeppnunum gegn Frökkum og svo Spánverjum í 8-liða úrslitum. Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec léku svo allir með hinu sterka landsliði Króatíu á EM. Orsic skoraði gegn Spáni í 16-liða úrslitunum en Petkovic var markahæstur Króata í undankeppni EM með fjögur mörk. Ivanusec, sem er 22 ára miðjumaður, lék á tveimur Evrópumótum í sumar því hann var einnig á EM U21-landsliða þar sem hann skoraði tvö mörk. Sjötti EM-farinn sem ferðaðist með Dinamo til Íslands er svo Stefan Ristovski, 29 ára varnarmaður, sem lék allar mínútur Norður-Makedóníu á EM. Hann var reyndar í leikmannahópnum gegn Val í síðustu viku en kom ekkert við sögu, og hugsanlegt er að Krznar freisti þess að spara EM-kappana sína eins og hægt er.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn