„Við erum að taka mjög meðvitaða ákvörðun einmitt núna um að vernda ekki þá sem þurfa á því að halda,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. Með annarri persónunni á hann við heiminn allan en ekki stofnunina sjálfa.
Stofnunin vill meina að ekki liggi fyrir næg gögn sem styðja við fullyrðingar Pfizers um að fólk verði að fá þriðja skammt bóluefnisins, ári eftir að það fær aðra sprautuna. Lyfjarisinn ætti að einbeita sér að því að tryggja aðgengi fátækari þjóða að bóluefni.
Stofnunin ætlar sér að mæla með endurbólusetningum í framtíðinni ef rannsóknir sýna fram á gagn þeirra en „ekki vegna fullyrðinga einstaka fyrirtækja um að þær þurfi“.
Þrátt fyrir nokkuð góða stöðu í Evrópu og Bandaríkjunum er Delta-afbrigði veirunnar að dreifast hratt í löndum þar sem fáir eru bólusettir. Og jafnvel Bandaríkjunum, sem hófu einna fyrst að bólusetja gegn veirunni, virðist vera að fara aftur.
Nýjum tilfellum þar fjölgaði um 47 prósent í vikunni, sem er mesta aukning á einni viku í landinu síðan í apríl í fyrra. Þar eru ekki nema um 50 prósent þjóðarinnar fullbólusett.