Þrengja verulega að útgerð rafskúta í Osló Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 22:16 Rafskútuleigan Wind er sú eina sem gerir út bæði í Osló og í Reykjavík. Vísir/Aníta Osló er sú borg í Evrópu hvar flestar rafskútur eru á hvern íbúa. Nú stendur til að fækka þeim verulega. Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf. Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf.
Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira