Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum.

Fjallað verður um fasteignamarkaðinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bæði farið yfir gallamál og vaxtamál - en fleiri sækja nú um að festa vexti íbúðalána eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í maí.

Þá verður fjallað um Spánarferðir Íslendinga nú í sumar, sem eru fjölmargar, en Spánn er aftur orðinn eldrautt land í kórónuveirufaraldrinum. Í fréttatímanum verður einnig rætt við formann ADHD-samtakanna sem segir dæmi um að fólk sem noti lyf við ADHD hafi verið ranglega sakað um fíkniefnamisnotkun og svipt ökuréttindum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×