Gallamálum snarfjölgar: Glænýtt hús með ónýtt þak og skólplagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:00 Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti segir gallamálum hafa fjölgað gríðarlega einnig í nýju húsnæði. Vísir Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir slík mál of algeng. Gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum. Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39