Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina Sindri Sverrisson skrifar 12. júlí 2021 15:31 Valsmenn fagna seinna marki sínu gegn Dinamo Zagreb sem gaf þeim von fyrir seinni leikinn við þetta króatíska stórveldi. Getty/Goran Stanzl Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti. Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun. Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Sjá meira
Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun.
Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Sjá meira
Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31
Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54
Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15