„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 23:10 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Christian Charisius/picture alliance via Getty Images Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45
Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn