„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 23:10 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Christian Charisius/picture alliance via Getty Images Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45
Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30