„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2021 20:30 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. Heilt yfir vilja 46 prósent kjósenda að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram eftir kosningar í haust en um 54 prósent eru því mótfallin, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Þá eru rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir stuðning Framsóknarmanna við ríkisstjórnina ekki koma á óvart. „Hins vegar er það ekkert sérstakt kappsmál að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi, við erum að fara í kosningar óbundin í haust en það er auðvitað ákveðin viðurkenning á að þetta samstarf hafi gengið vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann vill ekki leggja mat á stöðuna innan VG. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að meta hvernig staðan er í baklandi einstakra flokka en það kemur mér ekki á óvart þessi stuðningur sem er í baklandi Framsóknarflokksins.“ Þannig að þú tekur ekki þennan lakari stuðning stuðningsmanna VG til þín? „Nei, alls ekki. Ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst stjórnarsáttmálinn upphaflega mjög vel samsettur af sjónarmiðum allra þessara þriggja flokka og ég held að við höfum spilað nokkuð vel úr því.“ Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Heilt yfir vilja 46 prósent kjósenda að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram eftir kosningar í haust en um 54 prósent eru því mótfallin, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Þá eru rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir stuðning Framsóknarmanna við ríkisstjórnina ekki koma á óvart. „Hins vegar er það ekkert sérstakt kappsmál að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi, við erum að fara í kosningar óbundin í haust en það er auðvitað ákveðin viðurkenning á að þetta samstarf hafi gengið vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann vill ekki leggja mat á stöðuna innan VG. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að meta hvernig staðan er í baklandi einstakra flokka en það kemur mér ekki á óvart þessi stuðningur sem er í baklandi Framsóknarflokksins.“ Þannig að þú tekur ekki þennan lakari stuðning stuðningsmanna VG til þín? „Nei, alls ekki. Ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst stjórnarsáttmálinn upphaflega mjög vel samsettur af sjónarmiðum allra þessara þriggja flokka og ég held að við höfum spilað nokkuð vel úr því.“
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44