Ágreiningur vegna veiðigjalda heldur áfram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júlí 2021 17:35 Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson og Daði Már Kristófersson mættust í Sprengisandi í morgun. Samsett Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni. Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni.
Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira