Þá kíkjum við á Suðurland en þar var fjöldi viðburða á dagskrá í dag. Nýr miðbær var opnaður á Selfossi og þykir lyftistöng fyrir atvinnulífið. Opnunin, bæjarhátíðin Kótelettan og hjólakeppni í nágrenninu urðu til þess að örtröð myndaðist í bænum.
Sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Við segjum frá niðurstöðunum í kvöldfréttum. Þá kíkjum við á gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu en unnið hefur verið að því að gera þá upp. Þeir gætu nýst sem búningsklefar fyrir sjósundskappa.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar á slaginu 18:30.