4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 16:51 Málið var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira