Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2021 20:31 Andri Adolphsson skoraði seinna mark Valsmanna sem gæti reynst dýrmætt í seinni leiknum. Vísir/Daníel Þór Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira