Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2021 21:31 Niðurstöður skýrslu OECD voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira