Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2021 17:01 ÍBV vann góðan 2-1 sigur í Árbænum. Vísir/Bára Dröfn Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. Breiðablik heimsótti Þrótt í fjörugasta leik umferðarinnar. Staðan var 0-1 í hálfleik þökk sé marki Tiffany Janea Mc Carthy. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Linda Líf Boama metin er hún fylgdi á eftir skoti Ísabellu Önnu Húbertsdóttur. Katherine Amanda Cousins kom Þrótti yfir með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu en Íslandsmeistararnir sneru taflinu sér í hag undir lok leiks. Agla María Albertsdóttir jafnaði metin á 87. mínútu með stórkostlegu marki utan af velli. Vigdís Edda Friðriksdóttir tryggði gestunum öll þrjú stigin með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll mörk umferðarinnar sem og viðtöl má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Yfirferð yfir Pepsi Max kvenna Valur hélt toppsætinu með 2-1 útisigri á Selfossi. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Mist Edwardsdóttir sem kom gestunum yfir með skalla eftir hornspyrnu Dóru Maríu Lárusdóttur. Skömmu síðar jafnaði Hólmfríður Magnúsdóttir metin með skoti af löngu færi en Elín Metta Jensen skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu og þar við sat. „Dekka helvítis mennina sem skora mörkin,“ sagði pirraður Alfreð Elías Jóhannsson í viðtali eftir leik aðspurður hvað hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum. Í Árbænum var þjálfaralaust lið ÍBV í heimsókn. Hin 17 ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 0-1 í hálfleik. Segja má að það hafi verið ákveðið þema í gær en Jakobína Hjörvarsdóttir, 17 ára leikmaður Þór/KA, skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í gær. Aftur að leiknum í Árbænum: Olga Sevcova nýtti sér mistök í öftustu línu Fylkis í upphafi síðari hálfleiks og kom ÍBV 2-0 yfir áður en Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn á 78. mínútu með snyrtilegu skoti af stuttu færi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur í Lautinni. María Dögg Jóhannesdóttir tryggði nýliðum Tindastóls sigur á Stjörnunni í Garðabæ er hún skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu eftir baráttu í teig heimakvenna eftir hornspyrnu. Gríðarlega mikilvægur sigur Tindastóls. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði liðsins, fór fyrir sínum konum í leiknum en vikan í aðdraganda leiksins var heldur betur viðburðarrík hjá henni. Að lokum vann Þór/KA 2-1 útisigur á Keflavík. Jakobína kom gestunum frá Akureyri yfir um miðbik fyrri hálfleiks og þannig var staðan í hálfleik. Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Amelía Rún Fjeldsted minnkaði muninn fyrir Keflavík undir lok venjulegs leiktíma og þar við sat, lokatölur 2-1. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. 6. júlí 2021 23:36 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. 6. júlí 2021 21:16 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Þór/KA upp úr fallsæti eftir útisigur Þór/KA náði sér í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild kvenna með 2-1 útisigri gegn Keflavík. Með sigrinum lyfta stelpurnar að norðan sér upp í sjöunda sæti. 6. júlí 2021 19:55 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Breiðablik heimsótti Þrótt í fjörugasta leik umferðarinnar. Staðan var 0-1 í hálfleik þökk sé marki Tiffany Janea Mc Carthy. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Linda Líf Boama metin er hún fylgdi á eftir skoti Ísabellu Önnu Húbertsdóttur. Katherine Amanda Cousins kom Þrótti yfir með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu en Íslandsmeistararnir sneru taflinu sér í hag undir lok leiks. Agla María Albertsdóttir jafnaði metin á 87. mínútu með stórkostlegu marki utan af velli. Vigdís Edda Friðriksdóttir tryggði gestunum öll þrjú stigin með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll mörk umferðarinnar sem og viðtöl má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Yfirferð yfir Pepsi Max kvenna Valur hélt toppsætinu með 2-1 útisigri á Selfossi. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Mist Edwardsdóttir sem kom gestunum yfir með skalla eftir hornspyrnu Dóru Maríu Lárusdóttur. Skömmu síðar jafnaði Hólmfríður Magnúsdóttir metin með skoti af löngu færi en Elín Metta Jensen skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu og þar við sat. „Dekka helvítis mennina sem skora mörkin,“ sagði pirraður Alfreð Elías Jóhannsson í viðtali eftir leik aðspurður hvað hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum. Í Árbænum var þjálfaralaust lið ÍBV í heimsókn. Hin 17 ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 0-1 í hálfleik. Segja má að það hafi verið ákveðið þema í gær en Jakobína Hjörvarsdóttir, 17 ára leikmaður Þór/KA, skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í gær. Aftur að leiknum í Árbænum: Olga Sevcova nýtti sér mistök í öftustu línu Fylkis í upphafi síðari hálfleiks og kom ÍBV 2-0 yfir áður en Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn á 78. mínútu með snyrtilegu skoti af stuttu færi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur í Lautinni. María Dögg Jóhannesdóttir tryggði nýliðum Tindastóls sigur á Stjörnunni í Garðabæ er hún skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu eftir baráttu í teig heimakvenna eftir hornspyrnu. Gríðarlega mikilvægur sigur Tindastóls. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði liðsins, fór fyrir sínum konum í leiknum en vikan í aðdraganda leiksins var heldur betur viðburðarrík hjá henni. Að lokum vann Þór/KA 2-1 útisigur á Keflavík. Jakobína kom gestunum frá Akureyri yfir um miðbik fyrri hálfleiks og þannig var staðan í hálfleik. Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Amelía Rún Fjeldsted minnkaði muninn fyrir Keflavík undir lok venjulegs leiktíma og þar við sat, lokatölur 2-1. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. 6. júlí 2021 23:36 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. 6. júlí 2021 21:16 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Þór/KA upp úr fallsæti eftir útisigur Þór/KA náði sér í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild kvenna með 2-1 útisigri gegn Keflavík. Með sigrinum lyfta stelpurnar að norðan sér upp í sjöunda sæti. 6. júlí 2021 19:55 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. 6. júlí 2021 23:36
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. 6. júlí 2021 21:16
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10
Þór/KA upp úr fallsæti eftir útisigur Þór/KA náði sér í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild kvenna með 2-1 útisigri gegn Keflavík. Með sigrinum lyfta stelpurnar að norðan sér upp í sjöunda sæti. 6. júlí 2021 19:55