Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 06:31 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan afgreiðslu Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af atvikinu. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. Refugees in Iceland Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis. Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis.
Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira