Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 10:45 Bleiki fíllinn vísar til nauðgara, þeirra sem nauðga. Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. „Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47