Sigrar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 6. júlí 2021 09:30 Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun. Samt létu ýmsir sig hafa það fram að samþykkt laganna og kannski lengur, að bera á borð þau fölsku rök að sameina yrði minni sveitarfélög öðrum, til að íbúar þeirra mættu fá lögboðna þjónustu. Aldrei var þó nefnt hver sú þjónusta er sem þá skortir en myndu betur fá eftir sameiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur staðið einarðlega vörð um sjálfstjórnarréttinn og lýðræði íbúa. Enda vandséð að réttur íbúa minni sveitarfélaga til lýðræðis sé veikari en annarra þegna landsins. Önnur minni sveitarfélög hafa lagst á sömu árar og sýnt að þau eru raunar mikils megnug, samstaðan varð að áhrifabylgju sem eftir var tekið. Afgreiðsla Alþingis um að íbúar skuli ávalt hafa síðasta orðið í sameiningarmálum, er því sigur fyrir lýðræðið í landinu. Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna Alþingi fyrir að lögfesta mismunun sem stenst illa jafnræðisreglu. Minni sveitarfélögum verður í framtíðinni skylt að rökstyðja sinn tilverurétt með greinargerð og sýna fram á að þau geti veitt viðunandi þjónustu, en ekki hinum stærri. Þó hefur stærri sveitarfélögum í mörgum tilvikum gengið ver að fullnægja þjónustuþörfum íbúa en hinum minni, t.d. um leikskólaþjónustu. Eins hefur ekki verið hægt að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélaga batnaði með stærð, þvert á móti. Snemmsumars fóru einnig fram tvennar íbúakosningar um sameiningar sveitarfélaga. Þingeyingar og Austur-Húnvetningar gengu til kosninga, frjálsir íbúar sex sveitarfélaga alls, án þess að hafa lögþvinganir yfir höfði sér. Í báðum tilvikum var búið að vinna vel að undirbúningi með sambærilegum hætti. Í báðum kosningunum var þátttaka góð og niðurstöður afdráttarlausar. Það má einnig hiklaust kalla það sigur lýðræðis þegar íbúar ganga vel upplýstir til kosninga um framtíð sinna samfélaga, á hvorn veginn sem niðurstöður fara. Margir hafa orðið til að óska Þingeyingum til hamingju með sína kosningu, þar sem sameining var samþykkt, þar á meðal stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Full ástæða er til að taka undir þær hamingjuóskir og einnig óskir um að vel gangi með myndun nýs sveitarfélags sem verði íbúum öllum til heilla. Færri hafa séð ástæðu til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju, þar sem íbúar tveggja sveitarfélaga af fjórum felldu sameiningu. Raunar hafa íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir að kunna ekki fótum sínum forráð. Það er þeim til skammar sem slíkt hafa látið frá sér fara. Þegar kosning um sameiningu er felld með miklum meirihluta, blasir við að íbúar sjá ekki fyrir sér þá framför sem að er stefnt með sameiningu. Sjá ekki möguleika á að þeir muni fá betri þjónustu, eða að sameiningin muni almennt verða þeirra samfélagi til framdráttar. Þetta er skýr niðurstaða, ekki síst þegar þeir meðvitað hafna í leiðinni hundruðum milljóna króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sameiningarframlög. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða frjálsra kosninga og ástæða til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju með hana ekki síður en Þingeyingum. Á síðustu áratugum hafa sveitarfélög sameinast víða um land. Því er nokkur reynsla komin á árangur. Segja má að þar sem vandamál eru fyrir er ólíklegt að sameining ein og sér leysi þau. Best ganga sameiningar ef nokkurt jafnvægi er í byggðamynstri og stöðu sveitarfélaganna. Síður ef minni sveitarfélög verða jaðarsvæði í stærri sveitarfélögum þar sem völd og fjármunir leita inn að stóru miðjunni. Það er mikill hroki og einföldun mála, að ætla að sameiningar og stækkun sveitarfélaga sé sjálfkrafa ávallt til góðs fyrir íbúana og þróun byggðar. Það ætti enginn að ætla sjálfum sér þá þekkingu að vita jafnan hvað er íbúum sveitarfélaganna fyrir bestu, betur en þeir sjálfir, hvar sem er um landið. Sérstaklega ættu stjórmálamenn að bera virðingu fyrir vitsmunum kjósenda sinna. Lýðræði er grundvöllur okkar samfélags, niðurstaða frjálsra kosninga er því sigur lýðræðisins. Fyrir því ættu allir að bera virðingu, hvort sem sú niðurstaða er mönnum að skapi sem slík, eða ekki. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun. Samt létu ýmsir sig hafa það fram að samþykkt laganna og kannski lengur, að bera á borð þau fölsku rök að sameina yrði minni sveitarfélög öðrum, til að íbúar þeirra mættu fá lögboðna þjónustu. Aldrei var þó nefnt hver sú þjónusta er sem þá skortir en myndu betur fá eftir sameiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur staðið einarðlega vörð um sjálfstjórnarréttinn og lýðræði íbúa. Enda vandséð að réttur íbúa minni sveitarfélaga til lýðræðis sé veikari en annarra þegna landsins. Önnur minni sveitarfélög hafa lagst á sömu árar og sýnt að þau eru raunar mikils megnug, samstaðan varð að áhrifabylgju sem eftir var tekið. Afgreiðsla Alþingis um að íbúar skuli ávalt hafa síðasta orðið í sameiningarmálum, er því sigur fyrir lýðræðið í landinu. Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna Alþingi fyrir að lögfesta mismunun sem stenst illa jafnræðisreglu. Minni sveitarfélögum verður í framtíðinni skylt að rökstyðja sinn tilverurétt með greinargerð og sýna fram á að þau geti veitt viðunandi þjónustu, en ekki hinum stærri. Þó hefur stærri sveitarfélögum í mörgum tilvikum gengið ver að fullnægja þjónustuþörfum íbúa en hinum minni, t.d. um leikskólaþjónustu. Eins hefur ekki verið hægt að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélaga batnaði með stærð, þvert á móti. Snemmsumars fóru einnig fram tvennar íbúakosningar um sameiningar sveitarfélaga. Þingeyingar og Austur-Húnvetningar gengu til kosninga, frjálsir íbúar sex sveitarfélaga alls, án þess að hafa lögþvinganir yfir höfði sér. Í báðum tilvikum var búið að vinna vel að undirbúningi með sambærilegum hætti. Í báðum kosningunum var þátttaka góð og niðurstöður afdráttarlausar. Það má einnig hiklaust kalla það sigur lýðræðis þegar íbúar ganga vel upplýstir til kosninga um framtíð sinna samfélaga, á hvorn veginn sem niðurstöður fara. Margir hafa orðið til að óska Þingeyingum til hamingju með sína kosningu, þar sem sameining var samþykkt, þar á meðal stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Full ástæða er til að taka undir þær hamingjuóskir og einnig óskir um að vel gangi með myndun nýs sveitarfélags sem verði íbúum öllum til heilla. Færri hafa séð ástæðu til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju, þar sem íbúar tveggja sveitarfélaga af fjórum felldu sameiningu. Raunar hafa íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir að kunna ekki fótum sínum forráð. Það er þeim til skammar sem slíkt hafa látið frá sér fara. Þegar kosning um sameiningu er felld með miklum meirihluta, blasir við að íbúar sjá ekki fyrir sér þá framför sem að er stefnt með sameiningu. Sjá ekki möguleika á að þeir muni fá betri þjónustu, eða að sameiningin muni almennt verða þeirra samfélagi til framdráttar. Þetta er skýr niðurstaða, ekki síst þegar þeir meðvitað hafna í leiðinni hundruðum milljóna króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sameiningarframlög. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða frjálsra kosninga og ástæða til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju með hana ekki síður en Þingeyingum. Á síðustu áratugum hafa sveitarfélög sameinast víða um land. Því er nokkur reynsla komin á árangur. Segja má að þar sem vandamál eru fyrir er ólíklegt að sameining ein og sér leysi þau. Best ganga sameiningar ef nokkurt jafnvægi er í byggðamynstri og stöðu sveitarfélaganna. Síður ef minni sveitarfélög verða jaðarsvæði í stærri sveitarfélögum þar sem völd og fjármunir leita inn að stóru miðjunni. Það er mikill hroki og einföldun mála, að ætla að sameiningar og stækkun sveitarfélaga sé sjálfkrafa ávallt til góðs fyrir íbúana og þróun byggðar. Það ætti enginn að ætla sjálfum sér þá þekkingu að vita jafnan hvað er íbúum sveitarfélaganna fyrir bestu, betur en þeir sjálfir, hvar sem er um landið. Sérstaklega ættu stjórmálamenn að bera virðingu fyrir vitsmunum kjósenda sinna. Lýðræði er grundvöllur okkar samfélags, niðurstaða frjálsra kosninga er því sigur lýðræðisins. Fyrir því ættu allir að bera virðingu, hvort sem sú niðurstaða er mönnum að skapi sem slík, eða ekki. Höfundur er sveitarstjóri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar