Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Birkir Már segir markmið Valsmanna skýr. Vísir/Bára Dröfn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld. Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Sjá meira
Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Sjá meira