Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 13:24 Sum dýr eru jafnari en önnur í frumvarpinu um velferð dýra sem liggur fyrir breska þinginu. Það nær aðeins til hryggdýra en sumir þingmenn vilja að það nái einnig til sumra hryggleysingja. Vísir/EPA Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga. Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga.
Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira