Bjóst ekki við að komast lífs af Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 21:46 Scott Estill skömmu áður en hann týndist. Lögreglan á Suðurnesjum „Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir Scott Estill, ferðamaðurinn sem týndist á Reykjanesi síðustu helgi. Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Sjá meira
Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12
„Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49