Hrífst ekki með á Englands-lestina: „Í fyrsta gír“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 22:30 England komst í kvöld í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í fyrsta skipti frá árinu 1996 eftir 4-0 stórsigur á Úkraínu. Margur hefur heillast af enska liðinu en Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, er ekki eins hrifinn. England var með tögl og hagldir frá upphafi til enda í leik kvöldsins og gerðu út um leikinn með þremur mörkum snemma í síðari hálfleik eftir að hafa leitt 1-0 í hléi. Ólafur segir skort á hraða í enska liðinu sem gæti kostað þá á næstu stigum mótsins. „Maður veltir fyrir sér hvernig leikmyndin hefði orðið hefðu þeir ekki skorað þetta mark snemma, miðað við tempóið sem þeir voru í í fyrri hálfleik. Kannski var tempóið svoleiðis af því að þeir voru komnir með þetta mark. Hvað kemur fyrst eggið eða hænan?“ „Í fyrri hálfleik var ekkert tempó hjá þeim og ég kom hérna með böggum hildar yfir þessu. En þeir fóru úr hlutlausum í fyrsta gír, eða kannski úr fyrsta í annan gír í seinni hálfleik, og skora aftur þar mark snemma, þá er þetta aftur orðið þægilegt.“ „Ég er ekki sammála því að enska liðið líti vel út. Þeir fá frábær úrslit, en þegar ég kíki á þau fjögur lið sem eru eftir; Danmörk, Spán, Ítalíu, það er tempó í öllum þessum liðum, það er ekki í enska liðinu,“ „Ég sakna þess í enska liðinu, Southgate og þeim er frjálst að velja sinn leikstíl en við erum að tala um England, við erum að tala um lið sem ætlar að vera stórveldi og vinna. Mér finnst þetta vera svolítið eins og Portúgal 2016 og Frakkland 2018; byrjum á að passa að tapa ekki og sjáum svo hvað gerist.“ England mætir Danmörku í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Ræðu Ólafs um enska liðið má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Óli um enska liðið EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
England var með tögl og hagldir frá upphafi til enda í leik kvöldsins og gerðu út um leikinn með þremur mörkum snemma í síðari hálfleik eftir að hafa leitt 1-0 í hléi. Ólafur segir skort á hraða í enska liðinu sem gæti kostað þá á næstu stigum mótsins. „Maður veltir fyrir sér hvernig leikmyndin hefði orðið hefðu þeir ekki skorað þetta mark snemma, miðað við tempóið sem þeir voru í í fyrri hálfleik. Kannski var tempóið svoleiðis af því að þeir voru komnir með þetta mark. Hvað kemur fyrst eggið eða hænan?“ „Í fyrri hálfleik var ekkert tempó hjá þeim og ég kom hérna með böggum hildar yfir þessu. En þeir fóru úr hlutlausum í fyrsta gír, eða kannski úr fyrsta í annan gír í seinni hálfleik, og skora aftur þar mark snemma, þá er þetta aftur orðið þægilegt.“ „Ég er ekki sammála því að enska liðið líti vel út. Þeir fá frábær úrslit, en þegar ég kíki á þau fjögur lið sem eru eftir; Danmörk, Spán, Ítalíu, það er tempó í öllum þessum liðum, það er ekki í enska liðinu,“ „Ég sakna þess í enska liðinu, Southgate og þeim er frjálst að velja sinn leikstíl en við erum að tala um England, við erum að tala um lið sem ætlar að vera stórveldi og vinna. Mér finnst þetta vera svolítið eins og Portúgal 2016 og Frakkland 2018; byrjum á að passa að tapa ekki og sjáum svo hvað gerist.“ England mætir Danmörku í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Ræðu Ólafs um enska liðið má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Óli um enska liðið EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira