Hrífst ekki með á Englands-lestina: „Í fyrsta gír“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 22:30 England komst í kvöld í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í fyrsta skipti frá árinu 1996 eftir 4-0 stórsigur á Úkraínu. Margur hefur heillast af enska liðinu en Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, er ekki eins hrifinn. England var með tögl og hagldir frá upphafi til enda í leik kvöldsins og gerðu út um leikinn með þremur mörkum snemma í síðari hálfleik eftir að hafa leitt 1-0 í hléi. Ólafur segir skort á hraða í enska liðinu sem gæti kostað þá á næstu stigum mótsins. „Maður veltir fyrir sér hvernig leikmyndin hefði orðið hefðu þeir ekki skorað þetta mark snemma, miðað við tempóið sem þeir voru í í fyrri hálfleik. Kannski var tempóið svoleiðis af því að þeir voru komnir með þetta mark. Hvað kemur fyrst eggið eða hænan?“ „Í fyrri hálfleik var ekkert tempó hjá þeim og ég kom hérna með böggum hildar yfir þessu. En þeir fóru úr hlutlausum í fyrsta gír, eða kannski úr fyrsta í annan gír í seinni hálfleik, og skora aftur þar mark snemma, þá er þetta aftur orðið þægilegt.“ „Ég er ekki sammála því að enska liðið líti vel út. Þeir fá frábær úrslit, en þegar ég kíki á þau fjögur lið sem eru eftir; Danmörk, Spán, Ítalíu, það er tempó í öllum þessum liðum, það er ekki í enska liðinu,“ „Ég sakna þess í enska liðinu, Southgate og þeim er frjálst að velja sinn leikstíl en við erum að tala um England, við erum að tala um lið sem ætlar að vera stórveldi og vinna. Mér finnst þetta vera svolítið eins og Portúgal 2016 og Frakkland 2018; byrjum á að passa að tapa ekki og sjáum svo hvað gerist.“ England mætir Danmörku í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Ræðu Ólafs um enska liðið má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Óli um enska liðið EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
England var með tögl og hagldir frá upphafi til enda í leik kvöldsins og gerðu út um leikinn með þremur mörkum snemma í síðari hálfleik eftir að hafa leitt 1-0 í hléi. Ólafur segir skort á hraða í enska liðinu sem gæti kostað þá á næstu stigum mótsins. „Maður veltir fyrir sér hvernig leikmyndin hefði orðið hefðu þeir ekki skorað þetta mark snemma, miðað við tempóið sem þeir voru í í fyrri hálfleik. Kannski var tempóið svoleiðis af því að þeir voru komnir með þetta mark. Hvað kemur fyrst eggið eða hænan?“ „Í fyrri hálfleik var ekkert tempó hjá þeim og ég kom hérna með böggum hildar yfir þessu. En þeir fóru úr hlutlausum í fyrsta gír, eða kannski úr fyrsta í annan gír í seinni hálfleik, og skora aftur þar mark snemma, þá er þetta aftur orðið þægilegt.“ „Ég er ekki sammála því að enska liðið líti vel út. Þeir fá frábær úrslit, en þegar ég kíki á þau fjögur lið sem eru eftir; Danmörk, Spán, Ítalíu, það er tempó í öllum þessum liðum, það er ekki í enska liðinu,“ „Ég sakna þess í enska liðinu, Southgate og þeim er frjálst að velja sinn leikstíl en við erum að tala um England, við erum að tala um lið sem ætlar að vera stórveldi og vinna. Mér finnst þetta vera svolítið eins og Portúgal 2016 og Frakkland 2018; byrjum á að passa að tapa ekki og sjáum svo hvað gerist.“ England mætir Danmörku í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Ræðu Ólafs um enska liðið má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Óli um enska liðið EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira