Segir það hjálpa Englendingum að fara frá Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2021 23:01 Gareth Southgate segir andlegan ferskleika vera mikilvægan á morgun. Getty Images/Marc Atkins Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það muni hjálpa enska liðinu að fara frá Wembley eftir 2-0 sigur liðsins á Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum mótsins í Róm annað kvöld. Southgate sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag. Enska liðið hefur leikið alla leiki sína á mótinu til þessa á heimavelli, Wembley í Lundúnum, en fara nú í fyrsta sinn frá bresku höfuðborginni. Langt er síðan England hefur unnið sigur á Þýskalandi á stórmóti en Southgate segir leikmenn enska liðsins hafa tekist vel á við tilfinningarnar sem fylgdu þeim sigri. „Mér finnst leikurinn klárlega hafa tekið mikinn tilfinningalegan toll og allir nutu hans, en strax í klefanum eftir leik voru leikmennirnir farnir að tala um næsta leik og þörf þess að undirbúa sig vel.“ „Við náðum þarna að sigrast á einni áskorun en það er ekki Everest markmiðið sem við settum okkur, í raun. Við viljum byggja á þessu.“ Southgate segir þá að eftir þennan tilfinningaríka sigur á Þjóðverjum muni það koma sér vel fyrir enska liðið að komast frá Wembley. „Ég held að sálfræðilegur ferskleiki sér lykillinn. Við erum svo auðvitað með sterkan hóp að auki.“ „Í raun, fyrir okkur, er það örugglega gott að komast aðeins burt. Það hefði verið mjög erfitt, þremur dögum síðar, að endurskapa svona stemningu á Wembley.“ segir Southgate. Engir enskir áhorfendur verða í stúkunni á morgun þar sem ítölsk stjórnvöld settu ferðabann á fólk frá Bretlandi vegna risa í COVID-smitum í landinu. Leikur Englands og Úkraínu hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:30. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Southgate sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag. Enska liðið hefur leikið alla leiki sína á mótinu til þessa á heimavelli, Wembley í Lundúnum, en fara nú í fyrsta sinn frá bresku höfuðborginni. Langt er síðan England hefur unnið sigur á Þýskalandi á stórmóti en Southgate segir leikmenn enska liðsins hafa tekist vel á við tilfinningarnar sem fylgdu þeim sigri. „Mér finnst leikurinn klárlega hafa tekið mikinn tilfinningalegan toll og allir nutu hans, en strax í klefanum eftir leik voru leikmennirnir farnir að tala um næsta leik og þörf þess að undirbúa sig vel.“ „Við náðum þarna að sigrast á einni áskorun en það er ekki Everest markmiðið sem við settum okkur, í raun. Við viljum byggja á þessu.“ Southgate segir þá að eftir þennan tilfinningaríka sigur á Þjóðverjum muni það koma sér vel fyrir enska liðið að komast frá Wembley. „Ég held að sálfræðilegur ferskleiki sér lykillinn. Við erum svo auðvitað með sterkan hóp að auki.“ „Í raun, fyrir okkur, er það örugglega gott að komast aðeins burt. Það hefði verið mjög erfitt, þremur dögum síðar, að endurskapa svona stemningu á Wembley.“ segir Southgate. Engir enskir áhorfendur verða í stúkunni á morgun þar sem ítölsk stjórnvöld settu ferðabann á fólk frá Bretlandi vegna risa í COVID-smitum í landinu. Leikur Englands og Úkraínu hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:30. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti