Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2021 14:57 Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð. Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð.
Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira