Martraðarnágrannar hafa valdið ónæði í mörg ár Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2021 21:21 Mál tengd nágrönnunum eru nokkuð algeng í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kaupandi íbúðar í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hefði líklega aldrei keypt hana ef seljendur hefðu sagt henni alla söguna af nágrönnum hennar. Kaupandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við nágranna sína. Þá hefur hún áhyggjur af börnum sem búa í húsinu. Tveimur mánuðum fyrir kaupin hafði húsfélag hússins reynt að fá íbúa á miðhæðinni borna út vegna slæmrar hegðunar gagnvart öðrum íbúum. Seljandi sagði kaupanda bara að „konan á miðhæðinni væri skrýtin.“ Kaupandi taldi að um venjulegan nágrannaágreining væri að ræða. Hæstiréttur sló því föstu að nágrannarnir væru galli á íbúðinni og að seljendurnir hafi leynt gallanum. Því þarf kaupandi ekki að greiða eftirstöðvar kaupverðs íbúðarinnar sem nemur einni milljón króna. Flutti aldrei inn í íbúðina Kaupandi íbúðarinnar hugðist ráðast í endurbætur á henni og flytja svo inn í hana. Nánast um leið og hún steig fæti inn í íbúðina vissi hún að ekki væri allt með felldu. Fljótlega fór að bera á undarlegri hegðun frá nágrönnunum fyrir ofan. Þeir skyldu meðal annars eftir matarafganga fyrir framan íbúðina og brutu glugga á henni. Kaupandinn ákvað því að flytja ekki inn í íbúðina. Hún segist ekki heldur geta hugsað sér að leigja hana út og því hefur hún staðið tóm í tæp fjögur ár, með tilheyrandi tapi. Kaupandinn segist ekki vera búin að ákveða hvernig hún ætli að leita réttar síns en ljóst er að tap hennar er miklum mun meira en þessi eina milljón króna sem hún þarf ekki að greiða. Ágreiningur um rafrænt eftirlit í húsinu Nágrannarnir, sem Hæstiréttur taldi galla, kvörtuðu til Persónuverndar vegna rafræns eftirlits í fjölbýlishúsinu. Húsfélagið hafði sett upp eftirlitsmyndavélar í sameign innandyra og utandyra við húsið. Þá hafði kaupandi íbúðarinnar á jarðhæð sett upp eftirlitsmyndavél sem beint var út um glugga. Húsfélagið bar fyrir sig að ákvörðun um uppsetningu eftirlitsmyndavéla hafi verið tekin á löglegum húsfundi. Kvartendur hafi sannanlega verið boðuð á húsfundinn með stefnuvotti en ekki mætt. Þá hafi kvartendur áður lýst yfir stuðningi við rafrænt eftirlit í húsinu. Húsfélagið segir vöktunina hafi komið til vegna árása kvartenda á fyrrverandi og núverandi íbúa hússins ásamt því að þau hafi þjófkennt aðra íbúa hússins og sakað þá um að fara í leyfisleysi í geymslu þeirra, en rafmagnstafla fyrir allt húsið sé í geymslunni. Þá er vísað til þess að annar kvartenda hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi íbúa hússins. Myndefni afhent lögreglu nokkrum sinnum Kaupandi íbúðar á jarðhæð setti upp eftirlitsmyndavél í í þeim tilgangi að hindra skemmdarverk og innbrot en hún segist hafa orðið fyrir eignaspjöllum og gríðarlegu ónæði af hálfu kvartenda og hafi tilvikin verið tilkynnt til lögreglu. Myndefni úr vélinni hafi verið afhent lögreglu nokkrum sinnum, meðal annars þegar kvartendur hafi tekið myndir inn um eldhúsgluggann af gögnum sem lágu þar á borði. Handskrifaður miði hafi verið settur upp í eldhúsgluggann, þegar myndavélin hafi verið sett upp þar, sem á stóð „brostu þú ert í mynd.“ Kaupandi segir að frá því að hún hafi fengið íbúð sína afhenta árið 2018 hafi kvartendur stundað það að taka myndir inn um glugga íbúðar hennar ásamt því að setja miða inn um bréfalúguna. Niðurstaða Persónuverndar var sú að bæði húsfélaginu og íbúanum á jarðhæð hafi verið heimilt að setja upp hinar umþrættu eftirlitsmyndavélar. Húsfélagið hafði ákveðið að banna nágrönnunum búsetu í húsinu Skömmu áður en íbúðin á jarðhæðinni var seld hafði húsfélagið ákveðið á fundi að skora á nágrannana að taka upp betri siði ellegar yrði þeim bönnuð búseta í húsinu. Slík áskorun er forsenda þess að húsfélag geti meinað íbúum búsetu í húsi. Nágrannarnir kærðu ákvörðun húsfélagsins til kærunefndar húsamála. Mat nefndarinnar var að ekki hafi verið boðað rétt til húsfundar og væri áminningin því ógild. Ákvörðunin var tekin í kjölfar líkamsárásar annars nágrannans gagnvart öðrum seljanda íbúðarinnar á jarðhæð. Nágranninn hlaut á sínum tíma dóm fyrir líkamsárásina og var gert að greiða fimmtíu þúsund króna sekt auk hundrað þúsund króna miskabóta. Ekki nógu alvarleg brot fyrir útburð Húsfélagið höfðaði dómsmál gegn íbúunum á miðhæðinni til að freysta þess að fá þá borna út. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafði annar íbúanna með háttsemi sinni valdið öðrum íbúum óróa og óþægindum. Sú háttsemi hafi valdið ótta hinna íbúanna í hans garð. Að mati dómsins samrýmist háttsemi nágrannans ekki almennum skyldum eigenda í fjölbýlishúsi til að sýna hvert öðru tillitssemi og valda ekki óþarfa ama eða óþægindum. Hins vegar voru nágrannarnir sýknaðir af öllum kröfum húsfélagsins þar sem dómurinn taldi þá ekki hafa brotið gegn öðrum eigendum hússins með þeim hætti að beita mætti íþyngjandi úrræðum á borð við útburð. Dómsmál Húsnæðismál Persónuvernd Seltjarnarnes Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. 1. júlí 2021 13:28 Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. 1. júlí 2021 20:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tveimur mánuðum fyrir kaupin hafði húsfélag hússins reynt að fá íbúa á miðhæðinni borna út vegna slæmrar hegðunar gagnvart öðrum íbúum. Seljandi sagði kaupanda bara að „konan á miðhæðinni væri skrýtin.“ Kaupandi taldi að um venjulegan nágrannaágreining væri að ræða. Hæstiréttur sló því föstu að nágrannarnir væru galli á íbúðinni og að seljendurnir hafi leynt gallanum. Því þarf kaupandi ekki að greiða eftirstöðvar kaupverðs íbúðarinnar sem nemur einni milljón króna. Flutti aldrei inn í íbúðina Kaupandi íbúðarinnar hugðist ráðast í endurbætur á henni og flytja svo inn í hana. Nánast um leið og hún steig fæti inn í íbúðina vissi hún að ekki væri allt með felldu. Fljótlega fór að bera á undarlegri hegðun frá nágrönnunum fyrir ofan. Þeir skyldu meðal annars eftir matarafganga fyrir framan íbúðina og brutu glugga á henni. Kaupandinn ákvað því að flytja ekki inn í íbúðina. Hún segist ekki heldur geta hugsað sér að leigja hana út og því hefur hún staðið tóm í tæp fjögur ár, með tilheyrandi tapi. Kaupandinn segist ekki vera búin að ákveða hvernig hún ætli að leita réttar síns en ljóst er að tap hennar er miklum mun meira en þessi eina milljón króna sem hún þarf ekki að greiða. Ágreiningur um rafrænt eftirlit í húsinu Nágrannarnir, sem Hæstiréttur taldi galla, kvörtuðu til Persónuverndar vegna rafræns eftirlits í fjölbýlishúsinu. Húsfélagið hafði sett upp eftirlitsmyndavélar í sameign innandyra og utandyra við húsið. Þá hafði kaupandi íbúðarinnar á jarðhæð sett upp eftirlitsmyndavél sem beint var út um glugga. Húsfélagið bar fyrir sig að ákvörðun um uppsetningu eftirlitsmyndavéla hafi verið tekin á löglegum húsfundi. Kvartendur hafi sannanlega verið boðuð á húsfundinn með stefnuvotti en ekki mætt. Þá hafi kvartendur áður lýst yfir stuðningi við rafrænt eftirlit í húsinu. Húsfélagið segir vöktunina hafi komið til vegna árása kvartenda á fyrrverandi og núverandi íbúa hússins ásamt því að þau hafi þjófkennt aðra íbúa hússins og sakað þá um að fara í leyfisleysi í geymslu þeirra, en rafmagnstafla fyrir allt húsið sé í geymslunni. Þá er vísað til þess að annar kvartenda hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi íbúa hússins. Myndefni afhent lögreglu nokkrum sinnum Kaupandi íbúðar á jarðhæð setti upp eftirlitsmyndavél í í þeim tilgangi að hindra skemmdarverk og innbrot en hún segist hafa orðið fyrir eignaspjöllum og gríðarlegu ónæði af hálfu kvartenda og hafi tilvikin verið tilkynnt til lögreglu. Myndefni úr vélinni hafi verið afhent lögreglu nokkrum sinnum, meðal annars þegar kvartendur hafi tekið myndir inn um eldhúsgluggann af gögnum sem lágu þar á borði. Handskrifaður miði hafi verið settur upp í eldhúsgluggann, þegar myndavélin hafi verið sett upp þar, sem á stóð „brostu þú ert í mynd.“ Kaupandi segir að frá því að hún hafi fengið íbúð sína afhenta árið 2018 hafi kvartendur stundað það að taka myndir inn um glugga íbúðar hennar ásamt því að setja miða inn um bréfalúguna. Niðurstaða Persónuverndar var sú að bæði húsfélaginu og íbúanum á jarðhæð hafi verið heimilt að setja upp hinar umþrættu eftirlitsmyndavélar. Húsfélagið hafði ákveðið að banna nágrönnunum búsetu í húsinu Skömmu áður en íbúðin á jarðhæðinni var seld hafði húsfélagið ákveðið á fundi að skora á nágrannana að taka upp betri siði ellegar yrði þeim bönnuð búseta í húsinu. Slík áskorun er forsenda þess að húsfélag geti meinað íbúum búsetu í húsi. Nágrannarnir kærðu ákvörðun húsfélagsins til kærunefndar húsamála. Mat nefndarinnar var að ekki hafi verið boðað rétt til húsfundar og væri áminningin því ógild. Ákvörðunin var tekin í kjölfar líkamsárásar annars nágrannans gagnvart öðrum seljanda íbúðarinnar á jarðhæð. Nágranninn hlaut á sínum tíma dóm fyrir líkamsárásina og var gert að greiða fimmtíu þúsund króna sekt auk hundrað þúsund króna miskabóta. Ekki nógu alvarleg brot fyrir útburð Húsfélagið höfðaði dómsmál gegn íbúunum á miðhæðinni til að freysta þess að fá þá borna út. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafði annar íbúanna með háttsemi sinni valdið öðrum íbúum óróa og óþægindum. Sú háttsemi hafi valdið ótta hinna íbúanna í hans garð. Að mati dómsins samrýmist háttsemi nágrannans ekki almennum skyldum eigenda í fjölbýlishúsi til að sýna hvert öðru tillitssemi og valda ekki óþarfa ama eða óþægindum. Hins vegar voru nágrannarnir sýknaðir af öllum kröfum húsfélagsins þar sem dómurinn taldi þá ekki hafa brotið gegn öðrum eigendum hússins með þeim hætti að beita mætti íþyngjandi úrræðum á borð við útburð.
Dómsmál Húsnæðismál Persónuvernd Seltjarnarnes Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. 1. júlí 2021 13:28 Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. 1. júlí 2021 20:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. 1. júlí 2021 13:28
Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. 1. júlí 2021 20:01