Liverpool sagt vilja að kaupa „raðmeistarann“ frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 09:30 Kingsley Coman hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þekkir ekkert annað en að verða meistari með sínu liði. Hér er hann með Meistaradeildarbikarinn í fyrra. Getty/Michael Regan Að vera með Kingsley Coman í liði sínu hefur bara þýtt eitt undanfarinn áratug. Þú verður meistari. Nú vill Liverpool nýta sér þjónustu franska raðmeistarans samkvæmt fréttum að utan. Augu margra eru nú á Jürgen Klopp og Liverpool eftir að Manchester United gekk í vikunni frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Það þykir líklegt að Liverpool komi með einhvers konar mótleik. Klopp has been tipped to respond to Man Utd's Jadon Sancho deal with a Liverpool signing of his own https://t.co/sfDqkWE2a6— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 2, 2021 Sumir miðlar nefna franska vængmanninn Kingsley Coman hjá Bayern München sem leikmann sem gæti bætt miklu við Liverpool liðið. Sömu miðlar telja sig vita að Liverpool hafi mikinn áhuga. Coman hefur ekki framlengt samning sinn við þýsku meistaranna en samningurinn rennur þó ekki út fyrr en í lok júní 2023. Það hefur þó verið bent á það af öðrum miðlum að fréttirnar gætu þó hafa komið frá umboðsmanni leikmannsins sjálfs sem vill komast í ensku úrvalsdeildin. NEW: Reports of Liverpool s interest in Bayern Munich's Kingsley Coman and Donyell Malen of PSV Eindhoven appear at present to be emanating from representatives of the respective players pressing for a move to the Premier League. #awlive [liverpool echo] pic.twitter.com/GANW22kDDu— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 1, 2021 Kingsley var með átta mörk og fimmtán stoðsendingar í 36 leikjum í deild og Meistaradeild á síðustu leiktíð. Liverpool hefur verið orðað við Kingsley Coman í nokkurn tíma en það fer tvennum sögum af því hvort að kaupverðið geti orðið í kringum tuttugu milljónir punda eða hvort að Bayern vilji fá hátt í hundrað milljónir punda fyrir leikmanninn. Coman er enn bara 25 ára gamall en hann hefur orðið meistari á hverju tímabil síðan að hann byrjaði sem atvinnumaður. Hann vann tvo titla með PSG, svo tvo titla með Juventus og hefur síðan unnið sex titla í röð með Bayern. Coman náði því meðal annars að verða bæði ítalskur og þýskur meistari tímabilið 2015-16 þegar hann færði sig yfir á miðju tímabili. Coman komst líka í fréttirnar fyrir að tryggja Bayern München sigur í Meistaradeildinni í fyrra og þá hefur hann spilað yfir þrjátíu landsleiki fyrir Frakka. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Augu margra eru nú á Jürgen Klopp og Liverpool eftir að Manchester United gekk í vikunni frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Það þykir líklegt að Liverpool komi með einhvers konar mótleik. Klopp has been tipped to respond to Man Utd's Jadon Sancho deal with a Liverpool signing of his own https://t.co/sfDqkWE2a6— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 2, 2021 Sumir miðlar nefna franska vængmanninn Kingsley Coman hjá Bayern München sem leikmann sem gæti bætt miklu við Liverpool liðið. Sömu miðlar telja sig vita að Liverpool hafi mikinn áhuga. Coman hefur ekki framlengt samning sinn við þýsku meistaranna en samningurinn rennur þó ekki út fyrr en í lok júní 2023. Það hefur þó verið bent á það af öðrum miðlum að fréttirnar gætu þó hafa komið frá umboðsmanni leikmannsins sjálfs sem vill komast í ensku úrvalsdeildin. NEW: Reports of Liverpool s interest in Bayern Munich's Kingsley Coman and Donyell Malen of PSV Eindhoven appear at present to be emanating from representatives of the respective players pressing for a move to the Premier League. #awlive [liverpool echo] pic.twitter.com/GANW22kDDu— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 1, 2021 Kingsley var með átta mörk og fimmtán stoðsendingar í 36 leikjum í deild og Meistaradeild á síðustu leiktíð. Liverpool hefur verið orðað við Kingsley Coman í nokkurn tíma en það fer tvennum sögum af því hvort að kaupverðið geti orðið í kringum tuttugu milljónir punda eða hvort að Bayern vilji fá hátt í hundrað milljónir punda fyrir leikmanninn. Coman er enn bara 25 ára gamall en hann hefur orðið meistari á hverju tímabil síðan að hann byrjaði sem atvinnumaður. Hann vann tvo titla með PSG, svo tvo titla með Juventus og hefur síðan unnið sex titla í röð með Bayern. Coman náði því meðal annars að verða bæði ítalskur og þýskur meistari tímabilið 2015-16 þegar hann færði sig yfir á miðju tímabili. Coman komst líka í fréttirnar fyrir að tryggja Bayern München sigur í Meistaradeildinni í fyrra og þá hefur hann spilað yfir þrjátíu landsleiki fyrir Frakka.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira