Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 09:41 Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson eru alsæl með fyrirhugað reif í Fúski í Gufunesi á laugardaginn. Það er það sem hefur vantað í íslenskt næturlíf, segir Elsa. Rafael Campos de Pinho Takmarkalaus skemmtun í landi án takmarkana, það er auðvitað í hæsta máta viðeigandi. Það er á dagskrá í Gufunesi í Grafarvogi í dag, þar sem rave hefst klukkan þrjú. Og stendur í tólf klukkustundir. Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun. Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun.
Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01
„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00
Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08