Enn finnast grafir frumbyggjabarna í Kanada Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 19:50 Haldin var minninarathöfn eftir að gröf meira en 700 frumbyggjabarna, að því er talið, fannst við heimavistarskóla í síðasta mánuði. AP/Mark Taylor Samtök frumbyggja í Kanada hafa tilkynnt að 182 ómerktar barnagrafir hafi fundist við heimavistarskóla ætluðum börnum af frumbyggjaættum. Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna. Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna.
Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10