Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 23:23 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda