Fótbolti

Ronaldo ákveður sig á næstu dögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svekkelsið var gífurlegt um helgina fyrir Ronaldo.
Svekkelsið var gífurlegt um helgina fyrir Ronaldo. EPA-EFE/HUGO DELGADO

Forráðamenn Juventus bíða spenntir. Því á næstu dögum er talið að Cristiano Ronaldo ákveði sig hvort að hann vilji vera áfram hjá félaginu eður ei.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tórínófélaginu en margir hafa velt fyrir sér hvort að Portúgalinn muni klára samning sinn hjá félaginu.

Síðasta tímabil var mikil vonbrigði hjá Ronaldo og Juventus sem mistókst að vinna ítölsku deildina níunda árið í röð og nú er Portúgal úr leik á EM.

Ítalska dagblaðið Tuttosport greinir frá því að Juventus muni ákveða sig í vikunni; hvort að hann ætli að vera áfram hjá félaginu eða færa sig um set.

PSG og Manchester United hafa verið taldir möguleikir áfangastaðir fari það svo að Ronaldo yfirgefi Ítalíu en PSG er talið líklegra.

Portúgal datt úr leik á EM um helgina er þeir töpuðu fyrir Belgum, 1-0, en Ronaldo var ansi öflugur á mótinu.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×