Sumarfrí þingmanna rofið til að leiðrétta mistök Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 14:35 Jón Þór Ólafsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann og kollegar hans á þingi munu koma saman í næstu viku, í miðju sumarfríi. Vísir/Vilhelm Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi. Forsaga málsins er sú að nú í lok þings átti að færa ákvæði um listabókstafi stjórnmálaflokka úr lögum um alþingiskosningar yfir í lög um fjármál stjórnmálasamtaka, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Ákveðið var að fresta gildistöku kosningalaga til 1. janúar næstkomandi eftir ábendingu frá forsætisráðuneytinu en hin lögin áttu að taka gildi þegar í stað við birtingu, en þau hafa ekki enn verið birt. Þar sem í frumvarpi að lögum um fjármál stjórnmálasamtaka var að finna ákvæði sem felldi úr gildi ákvæði núgildandi kosningalaga um listabókstafi hefði því ekki verið neitt ákvæði í gildi um listabókstafi stjórnmálaflokka fram að áramótum. Ákvæðið sem nú er í gildi kveður meðal annars á um hvernig haga eigi lista yfir skráð stjórnmálasamtök og hvernig úthluta eigi stjórnmálasamtökum, sem ekki buðu fram í síðustu alþingiskosningum, listabókstaf. „Það var verið að breyta rosalega mörgum lögum hérna á lokametrunum sem höfðu að gera með kosningarnar,“ segir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við Vísi. Nefndin kemur saman á morgun til þess að fara yfir málið og í kjölfarið er gert ráð fyrir að þing komi saman eftir helgi til þess að greiða úr því. „Forsetinn er ekki búinn að skrifa undir þetta, þannig að það er ekki orðið að lögum. Það þarf bara að laga þetta því annars er einhver óvissa varðandi listabókstafina,“ segir Jón Þór. Öruggast að eyða óvissunni sem fyrst Jón Þór segir að ýmsar leiðir til þess að greiða úr málinu hafi verið íhugaðar. Þar sem það snúi að kosningum til Alþingis, sem fara fram í september á þessu ári, hafi verið litið svo á að best væri að þingið leiðrétti umsvifalaust þau mistök sem hafi verið gerð. Hann segir það iðulega gerast að leiðrétta þurfi lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Til stóð að Alþingi yrði í sumarfríi þangað til kæmi að hinum svokallaða þingstubbi í ágúst, síðasta þingi fyrir kosningar. Hins vegar hafi verið litið svo á að ganga þyrfti strax í málið. „Það er eitthvað sem gerist öðru hvoru. Munurinn er sá að það eru kosningar í haust og þetta varðar kosningarnar. Þannig að það er betra að vera ekkert að bíða með þetta,“ segir Jón Þór sem gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði afgreitt hratt og örugglega í þinginu, enda aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. „Þingið verður að koma saman til þess að taka af allan vafa og vera ekki að skapa óvissu varðandi kosningarnar og það er best að gera það bara strax.“ Annmarki sem bregðast þurfi við Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðherra muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þingið saman 6. júlí næstkomandi, þar sem lagt verður fram frumvarp til að leiðrétta málið, þar sem nauðsynlegt sé að bregðast við þessum annmarka á löggjöfinni fyrir komandi kosningar. „Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka,“ segir í tilkynningunni. Að óbreyttu hefði því ekkert heildarákvæði um listabókstafi stjórnmálasamtaka verið í gildi fyrir kosningar til Alþingis 25. september næstkomandi. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Forsaga málsins er sú að nú í lok þings átti að færa ákvæði um listabókstafi stjórnmálaflokka úr lögum um alþingiskosningar yfir í lög um fjármál stjórnmálasamtaka, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Ákveðið var að fresta gildistöku kosningalaga til 1. janúar næstkomandi eftir ábendingu frá forsætisráðuneytinu en hin lögin áttu að taka gildi þegar í stað við birtingu, en þau hafa ekki enn verið birt. Þar sem í frumvarpi að lögum um fjármál stjórnmálasamtaka var að finna ákvæði sem felldi úr gildi ákvæði núgildandi kosningalaga um listabókstafi hefði því ekki verið neitt ákvæði í gildi um listabókstafi stjórnmálaflokka fram að áramótum. Ákvæðið sem nú er í gildi kveður meðal annars á um hvernig haga eigi lista yfir skráð stjórnmálasamtök og hvernig úthluta eigi stjórnmálasamtökum, sem ekki buðu fram í síðustu alþingiskosningum, listabókstaf. „Það var verið að breyta rosalega mörgum lögum hérna á lokametrunum sem höfðu að gera með kosningarnar,“ segir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við Vísi. Nefndin kemur saman á morgun til þess að fara yfir málið og í kjölfarið er gert ráð fyrir að þing komi saman eftir helgi til þess að greiða úr því. „Forsetinn er ekki búinn að skrifa undir þetta, þannig að það er ekki orðið að lögum. Það þarf bara að laga þetta því annars er einhver óvissa varðandi listabókstafina,“ segir Jón Þór. Öruggast að eyða óvissunni sem fyrst Jón Þór segir að ýmsar leiðir til þess að greiða úr málinu hafi verið íhugaðar. Þar sem það snúi að kosningum til Alþingis, sem fara fram í september á þessu ári, hafi verið litið svo á að best væri að þingið leiðrétti umsvifalaust þau mistök sem hafi verið gerð. Hann segir það iðulega gerast að leiðrétta þurfi lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Til stóð að Alþingi yrði í sumarfríi þangað til kæmi að hinum svokallaða þingstubbi í ágúst, síðasta þingi fyrir kosningar. Hins vegar hafi verið litið svo á að ganga þyrfti strax í málið. „Það er eitthvað sem gerist öðru hvoru. Munurinn er sá að það eru kosningar í haust og þetta varðar kosningarnar. Þannig að það er betra að vera ekkert að bíða með þetta,“ segir Jón Þór sem gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði afgreitt hratt og örugglega í þinginu, enda aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. „Þingið verður að koma saman til þess að taka af allan vafa og vera ekki að skapa óvissu varðandi kosningarnar og það er best að gera það bara strax.“ Annmarki sem bregðast þurfi við Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðherra muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þingið saman 6. júlí næstkomandi, þar sem lagt verður fram frumvarp til að leiðrétta málið, þar sem nauðsynlegt sé að bregðast við þessum annmarka á löggjöfinni fyrir komandi kosningar. „Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka,“ segir í tilkynningunni. Að óbreyttu hefði því ekkert heildarákvæði um listabókstafi stjórnmálasamtaka verið í gildi fyrir kosningar til Alþingis 25. september næstkomandi.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira