Völdu Kára og Hannes Þór besta til þessa | Blikar geta ógnað toppliði Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 12:31 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason eru bestu leikmenn fyrri hluta Pepsi Max deildar karla að mati Jón Þórs Haukssonar og Mána Péturssonar. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir víðan völl í Stúkunni að loknum leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Voru nokkur málefni rætt í lok þáttar en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Jón Þór Hauksson. HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti