Völdu Kára og Hannes Þór besta til þessa | Blikar geta ógnað toppliði Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 12:31 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason eru bestu leikmenn fyrri hluta Pepsi Max deildar karla að mati Jón Þórs Haukssonar og Mána Péturssonar. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir víðan völl í Stúkunni að loknum leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Voru nokkur málefni rætt í lok þáttar en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Jón Þór Hauksson. HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn