Hörður Axel Vilhjálmsson og Sara Rún Hinriksdóttir þóttu skara fram úr á nýafstaðinni leiktíð. Bæði komust þau í úrslit með sínu liði en Keflavík sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Þórs Þ. í karlaflokki og Haukar töpuðu fyrir Valskonum.
Bestu ungu leikmenn ársins voru valin Elísabeth Ýr Ægisdóttir úr Haukum og Styrmir Snær Þrastarson úr Þór Þorlákshöfn.
Þjálfarar Íslandsmeistaranna, Lárus Jónsson hjá Þór og Ólafur Jónas Sigurðsson hjá Val, voru þjálfarar ársins. Daniela Wallen og Deane Williams, bæði úr Keflavík, voru svo valin bestu erlendu leikmennirnir.
Sigmundur Már Herbertsson var valinn dómari ársins og Gunnlaug Olsen hlaut viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins.
Verðlaunahafa í Dominos-deildunum sem og í 1. deild karla og kvenna má sjá hér að neðan.
DOMINO'S-DEILD KARLA
Úrvalslið:
- Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
- Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan
- Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ.
- Kristófer Acox, Valur
- Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur
Leikmaður ársins: Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Erlendur leikmaður ársins: Deane Williams, Keflavík
Þjálfari ársins: Lárus Jónsson, Þór Þ.
Ungi leikmaður ársins: Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ.
Varnarmaður ársins: Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Jakob Sigurðarson, KR
DOMINO'S-DEILD KVENNA
Úrvalslið:
- Sara Rún Hinriksdóttir, Haukar
- Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar
- Helena Sverrisdóttir, Valur
- Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik
- Hildur Björg Kjartansdóttir, Valur
Leikmaður ársins: Sara Rún Hinriksdóttir, Haukar
Erlendur leikmaður ársins: Daniela Warren Morillo, Keflavík
Þjálfari ársins: Ólafur Jónas Sigurðsson, Valur
Ungi leikmaður ársins: Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Haukar
Varnarmaður ársins: Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur
Prúðasti leikmaðurinn: Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar
1. DEILD KARLA
Úrvalslið:
- Árni Elmar Hrafnsson, Breiðablik
- Róbert Sigurðsson, Álftanes
- Ragnar Jósef Ragnarsson, Hamar
- Snorri Vignisson, Breiðablik
- Sveinbjörn Jóhannesson, Breiðablik
Leikmaður ársins: Árni Elmar Hrafnsson, Breiðablik
Erlendur leikmaður ársins: Jose Medina Aldana, Hamar
Þjálfari ársins: Pétur Ingvarsson, Breiðablik
Ungi leikmaður ársins: Sveinn Búi Birgisson, Selfoss
1. DEILD KVENNA
Úrvalslið:
- Vilborg Jónsdóttir, Njarðvík
- Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármann
- Hekla Eik Nökkvadóttir, Grindavík
- Aníka Linda Hjálmarsdóttir, ÍR
- Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Stjarnan
Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármann
Erlendur leikmaður ársins: Chelsea Nacole Jennings, Njarðvík
Þjálfari ársins: Rúnar Ingi Erlingsson, Njarðvík
Ungi leikmaður ársins: Hekla Eik Nökkvadóttir, Grindavík