Heyrt margt verra frá Mourinho: „Augljóslega með mig á heilanum“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 08:00 Luke Shaw gekk illa að festa sig í sessi í liði United undir stjórn Jose Mourinho en hefur verið helsti vinstri bakvörður liðsins síðan Ole Gunnar Solskjær tók við því og átti mjög gott tímabil í vetur. EPA/PETER POWELL Luke Shaw segir að hann og liðsfélagar hans í enska landsliðinu eigi bágt með að skilja hversu áfjáður José Mourinho sé í að setja út á Shaw. Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira