„Partíið er byrjað“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 20:00 Guðvarður Gíslason, Andrea Jónsdóttir og Jón Bjarni Steinsson. STÖÐ2 Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira