„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 09:00 Mikið hvassviðri verður í dag. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Veður Bítið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Veður Bítið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira