Veður

Appel­sínu­gul við­vörun á þremur svæðum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Veðurviðvaranir næstu daga gætu sett strik í reikninginn fyrir þá sem hyggjast ferðast um landið.
Veðurviðvaranir næstu daga gætu sett strik í reikninginn fyrir þá sem hyggjast ferðast um landið. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris á þremur svæðum. Áður voru gular viðvaranir í gildi á sömu svæðum, en áfram eru gular viðvaranir í gildi á þremur öðrum svæðum.

Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 11:00 á morgun og gildir til 07:00 á laugardag. Appelsínugul viðvörun tekur einnig gildi í Breiðafirði klukkan 13:00 á morgun og gildir til klukkan 17:00.

Þá tekur appelsínugul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra klukkan 17:00 og gildir til 07:00 á laugardagsmorgun. En gul viðvörun verður í gildi á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi á morgun.

Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að búast megi við hvössum og varhugaverðum vindhviðum, allt að fjörutíu metrum á sekúndu við fjöll. Ekkert ferðaveður er fyrir ferðahýsi eða húsbíla. Þá getur einnig reynst erfitt að vera í tjaldi í slíku veðri.


Tengdar fréttir

Gul við­vörun víðs vegar um land

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á miðhálendinu, Norðurlandi eystra, Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og í Breiðafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×