Sjáðu umdeilt sigurmark KA-manna sem Stjörnumenn voru æfir yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 14:25 Eins og sjá má var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann til Elfars Árna Aðalsteinssonar. stöð 2 sport Stjörnumenn voru afar ósáttir með að sigurmark KA-manna í leik liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær hafi fengið að standa. Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03