Opnað var fyrir bólusetningu fyrir alla fædda 2005 eða fyrr sem vilja, en fyrr í dag var aðeins fólki með strikamerki í bólusetningu hleypt að. Bólusett ef með bóluefni Pfizer.
Ragnheiður Ósk sagði við mbl.is í kvöld að skammtarnir sem er búið að blanda endist til klukkan 21:00 í kvöld en þá þurfi að farga þeim. Búist hefði verið við meiri eftirspurn og þegar röð þeirra sem höfðu ekki fengið sérstakt boð byrjaði að myndast um hádegi hafi verið ákveðið að blanda allt efnið sem var til.
Fréttin hefur verið uppfærð.