Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 14:01 Aðför stjórnvalda í Hong Kong að frjálsum fjölmiðlum hefur verið harðlega mótmælt af lýðræðissinnum. Getty/May James Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi. Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi.
Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04