Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:09 Umboðsmaður barna telur að ákveðinn hópur barna upplifi vanlíðan og óöryggi í skólasundi. Vísir Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. Í aðalnámskrá er meðal annars að finna hæfniviðmið fyrir skólaíþróttir. Samkvæmt þeim viðmiðum eiga nemendur grunnskóla við lok 10. bekkjar að geta sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. Umboðsmaður barna telur þessar kröfur vera umfram það sem nauðsynlegt er til þess að nemendur geti stundað líkamsrækt á öruggan hátt eftir útskrift úr grunnskóla. Í aðalnámskrá kemur fram að aukin sundfærni styrki sjálfsmynd og auki sjálfsöryggi einstaklingsins. Í samtölum umboðsmanns barna við nemendur kemur þó fram að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, þar sem þeir eigi erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa nemendur og þá sérstaklega hinsegin nemendur, lýst upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en lítil framkvæmd virðist vera um slíka umræðu. Í bréfinu segir að stór hópur barna hafi lýst yfir efasemdum um að skipulag skólastarfs í grunnskólum endurspegli breyttar áherslur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Þá hafa nemendur komið á framfæri hugmyndum um að sundkennsla í efstu bekkjum grunnskóla verði gerð valkvæð að einhverju leyti, standist nemendur stöðupróf og hafi þar með sýnt fram á viðunandi hæfni. Skóla - og menntamál Sund Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í aðalnámskrá er meðal annars að finna hæfniviðmið fyrir skólaíþróttir. Samkvæmt þeim viðmiðum eiga nemendur grunnskóla við lok 10. bekkjar að geta sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. Umboðsmaður barna telur þessar kröfur vera umfram það sem nauðsynlegt er til þess að nemendur geti stundað líkamsrækt á öruggan hátt eftir útskrift úr grunnskóla. Í aðalnámskrá kemur fram að aukin sundfærni styrki sjálfsmynd og auki sjálfsöryggi einstaklingsins. Í samtölum umboðsmanns barna við nemendur kemur þó fram að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, þar sem þeir eigi erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa nemendur og þá sérstaklega hinsegin nemendur, lýst upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en lítil framkvæmd virðist vera um slíka umræðu. Í bréfinu segir að stór hópur barna hafi lýst yfir efasemdum um að skipulag skólastarfs í grunnskólum endurspegli breyttar áherslur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Þá hafa nemendur komið á framfæri hugmyndum um að sundkennsla í efstu bekkjum grunnskóla verði gerð valkvæð að einhverju leyti, standist nemendur stöðupróf og hafi þar með sýnt fram á viðunandi hæfni.
Skóla - og menntamál Sund Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira