Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 09:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. „Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira