Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 22. júní 2021 19:10 Dræm mæting var í bólusetningar í dag. vísir/vilhelm Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. „Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
„Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira