Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:31 Til stóð að Allianz leikvangurinn yrði lýstur upp í regnbogalitum en UEFA hafnaði því. Getty/Alexander Hassenstein Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira