Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Snorri Másson skrifar 22. júní 2021 13:00 Haraldur Benediktsson gaf í skyn í aðdraganda prófkjörs að honum litist ekki á að þiggja annað sætið í Norðvesturkjördæmi ef Þórdís Kolbrún yrði kjörinn oddviti. Nú er fjöldi áskorana um að taka sætið samt farinn að hafa áhrif á Harald. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. Haraldur segir í samtali við Vísi að áskoranir sem honum hafi borist séu að hafa áhrif á hann. Fyrrverandi oddvitinn hafði gefið í skyn fyrir prófkjörið að það yrði ekki ákjósanlegt fyrir nýjan oddvita, ef það yrði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, að „hafa þann gamla í aftursætinu.“ Þessi ummæli skildi þorri manna sem hálfgerða hótun um að Haraldur hygðist ekki þiggja annað sæti á listanum ef hann yrði undir. Svo fór. Nú segist Haraldur standa frammi fyrir flókinni og erfiðri ákvörðun. „Mér var hafnað sem leiðtoga og það er komin ný staða. Hún er flókin af því að ég fékk góðan stuðning og ég hef fengið gríðarlega margar áskoranir, og ég er ekki að segja að það hafi ekki áhrif á mig. Áskoranir hafa mikil áhrif,“ segir Haraldur. „Ég er alla vega að láta þetta trufla mig,“ segir Haraldur, sem er að fara yfir málið með fjölskyldu sinni. Langsótt útlegging að ummælin hafi verið hótun Haraldur segir að ummælum sínum hafi „algerlega verið snúið á haus“ í Bæjarins bestu, héraðsblaði á Vestfjörðum. Þar var fyrirsögnin „Tekur ekki annað sætið“ - en engin bein tilvitnun í þingmanninn um að sú væri afdráttarlaus afstaða hans. Orðrétt var haft eftir Haraldi um oddvitasætið: „Feli flokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“ Að þetta sé hótun um að taka ekki sæti telur Haraldur langsótt: „Útleggingin að ég sé að segja annað en ég sagði er langsótt.“ En hvað ertu þá að segja? „Þetta þýðir bara að það er mismunandi pólitík sem við erum að reka. Pólitíkin mín hefur snúið að praktískum málum fyrir sveit og bæ. Hvaða pólitík hefur hún rekið? Hún hefur minna talað um áherslur innan kjördæmis en ég. Það er munurinn, þaðan sem ég stend,“ segir Haraldur. Teitur bíður átekta Kjörnefnd kjördæmisins hittist í fyrsta sinn í kvöld til að fara yfir niðurstöður prófkjörsins. Til þess að stilla upp lista þarf hún þó að fá afstöðu Haraldar til þess hvort hann þiggi annað sætið eða ekki. Hann segir endanlega niðurstöðu þó að hluta til í höndum kjörnefndarinnar, sem þurfi að taka fyrstu umræður út frá mörgum þáttum. Teitur Björn Einarsson lögmaður og varaþingmaður lenti í þriðja sæti í prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi.Aðsend Teitur Björn Einarsson lögmaður og varaþingmaður bíður líklega spenntastur allra eftir ákvörðun Haraldar, enda ræðst með henni hvort hann taki annað sætið í stað Haraldar ef hann gefur það frá sér. Flokkurinn náði tveimur mönnum inn í kjördæminu í kosningunum 2017. Í samtali við Vísi er Teitur fáorður og segir að það eina sem hann viti sé það sem komið hafi fram opinberlega. „En það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurnin þarf að samþykkja framboðslista fyrir kjördæmið fyrr en seinna,“ segir Teitur. Þórdís Kolbrún sagði við mbl.is eftir prófkjörið: „Kjósendur hafa sagt sinn hug og hann endar í öðru sæti og það er þá vilji kjósenda í kjördæminu, en það er þá ekki vandamál fyrir mig að starfa áfram með Haraldi Benediktssyni – það hefur gengið vel fram til þessa og ég myndi gera það áfram.“ Grámosinn á undir högg að sækja og frjálslynd öfl sækja í sig veðrið Sigurganga sjálfstæðiskvenna á kostnað eldri karla í prófkjörum flokksins vítt og breitt um landið hefur sætt tíðindum. Nokkur sundrung á milli þessara hópa varð meðal annars ljós þegar sjálfstæðiskonum þótti það til marks um karlrembu þegar Haraldur fór fram með sín sjónarmið um ókosti þess að sitja í öðru sæti á eftir nýjum oddvita. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins , er enn að hugsa sig um hvort hann þiggi sæti á listanum í Reykjavík, en fyrstu viðbrögð hans við niðurstöðum prófkjörsins voru þó þau að segjast ekki ætla að halda áfram. Brynjar skrifar á Facebook að ósvikinn fögnuður ríki í röðum frjálslyndra afla í Sjálfstæðisflokknum, enda hafi þeim hópi meðal annars tekist að losa sig við "íhaldskerlinguna" og "andkonuna", Sigríði Andersen, eins og Brynjar kallar hana. „Það er nú samt svo,“ skrifar þingmaðurinn, „að Sigríður Ásthildur Andersen er frjálslyndari en allt þetta fólk til samans. Má segja að hún hafi ein síns liðs barist að einhverjum krafti fyrir raunverulegu frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Sigríður Andersen er ekki fullkomin en hefur, ólíkt mörgum öðrum, skoðanir og berst fyrir stefnu flokksins. Svona stjórnmálamenn eru ekki á hverju strái, eins og sagt er. Þeir eru eiginlega alveg horfnir og froðan og tækifærismennskan að verða allsráðandi.“ Alþingi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Haraldur segir í samtali við Vísi að áskoranir sem honum hafi borist séu að hafa áhrif á hann. Fyrrverandi oddvitinn hafði gefið í skyn fyrir prófkjörið að það yrði ekki ákjósanlegt fyrir nýjan oddvita, ef það yrði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, að „hafa þann gamla í aftursætinu.“ Þessi ummæli skildi þorri manna sem hálfgerða hótun um að Haraldur hygðist ekki þiggja annað sæti á listanum ef hann yrði undir. Svo fór. Nú segist Haraldur standa frammi fyrir flókinni og erfiðri ákvörðun. „Mér var hafnað sem leiðtoga og það er komin ný staða. Hún er flókin af því að ég fékk góðan stuðning og ég hef fengið gríðarlega margar áskoranir, og ég er ekki að segja að það hafi ekki áhrif á mig. Áskoranir hafa mikil áhrif,“ segir Haraldur. „Ég er alla vega að láta þetta trufla mig,“ segir Haraldur, sem er að fara yfir málið með fjölskyldu sinni. Langsótt útlegging að ummælin hafi verið hótun Haraldur segir að ummælum sínum hafi „algerlega verið snúið á haus“ í Bæjarins bestu, héraðsblaði á Vestfjörðum. Þar var fyrirsögnin „Tekur ekki annað sætið“ - en engin bein tilvitnun í þingmanninn um að sú væri afdráttarlaus afstaða hans. Orðrétt var haft eftir Haraldi um oddvitasætið: „Feli flokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“ Að þetta sé hótun um að taka ekki sæti telur Haraldur langsótt: „Útleggingin að ég sé að segja annað en ég sagði er langsótt.“ En hvað ertu þá að segja? „Þetta þýðir bara að það er mismunandi pólitík sem við erum að reka. Pólitíkin mín hefur snúið að praktískum málum fyrir sveit og bæ. Hvaða pólitík hefur hún rekið? Hún hefur minna talað um áherslur innan kjördæmis en ég. Það er munurinn, þaðan sem ég stend,“ segir Haraldur. Teitur bíður átekta Kjörnefnd kjördæmisins hittist í fyrsta sinn í kvöld til að fara yfir niðurstöður prófkjörsins. Til þess að stilla upp lista þarf hún þó að fá afstöðu Haraldar til þess hvort hann þiggi annað sætið eða ekki. Hann segir endanlega niðurstöðu þó að hluta til í höndum kjörnefndarinnar, sem þurfi að taka fyrstu umræður út frá mörgum þáttum. Teitur Björn Einarsson lögmaður og varaþingmaður lenti í þriðja sæti í prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi.Aðsend Teitur Björn Einarsson lögmaður og varaþingmaður bíður líklega spenntastur allra eftir ákvörðun Haraldar, enda ræðst með henni hvort hann taki annað sætið í stað Haraldar ef hann gefur það frá sér. Flokkurinn náði tveimur mönnum inn í kjördæminu í kosningunum 2017. Í samtali við Vísi er Teitur fáorður og segir að það eina sem hann viti sé það sem komið hafi fram opinberlega. „En það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurnin þarf að samþykkja framboðslista fyrir kjördæmið fyrr en seinna,“ segir Teitur. Þórdís Kolbrún sagði við mbl.is eftir prófkjörið: „Kjósendur hafa sagt sinn hug og hann endar í öðru sæti og það er þá vilji kjósenda í kjördæminu, en það er þá ekki vandamál fyrir mig að starfa áfram með Haraldi Benediktssyni – það hefur gengið vel fram til þessa og ég myndi gera það áfram.“ Grámosinn á undir högg að sækja og frjálslynd öfl sækja í sig veðrið Sigurganga sjálfstæðiskvenna á kostnað eldri karla í prófkjörum flokksins vítt og breitt um landið hefur sætt tíðindum. Nokkur sundrung á milli þessara hópa varð meðal annars ljós þegar sjálfstæðiskonum þótti það til marks um karlrembu þegar Haraldur fór fram með sín sjónarmið um ókosti þess að sitja í öðru sæti á eftir nýjum oddvita. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins , er enn að hugsa sig um hvort hann þiggi sæti á listanum í Reykjavík, en fyrstu viðbrögð hans við niðurstöðum prófkjörsins voru þó þau að segjast ekki ætla að halda áfram. Brynjar skrifar á Facebook að ósvikinn fögnuður ríki í röðum frjálslyndra afla í Sjálfstæðisflokknum, enda hafi þeim hópi meðal annars tekist að losa sig við "íhaldskerlinguna" og "andkonuna", Sigríði Andersen, eins og Brynjar kallar hana. „Það er nú samt svo,“ skrifar þingmaðurinn, „að Sigríður Ásthildur Andersen er frjálslyndari en allt þetta fólk til samans. Má segja að hún hafi ein síns liðs barist að einhverjum krafti fyrir raunverulegu frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Sigríður Andersen er ekki fullkomin en hefur, ólíkt mörgum öðrum, skoðanir og berst fyrir stefnu flokksins. Svona stjórnmálamenn eru ekki á hverju strái, eins og sagt er. Þeir eru eiginlega alveg horfnir og froðan og tækifærismennskan að verða allsráðandi.“
Alþingi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30
Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12