Fengu ómerktan vökva gegn Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2021 12:15 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira