BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2021 11:23 Sigríður Dögg segir að BÍ styrki ýmis félagasamtök, meðal annars þessi en ekki hafi legið fyrir neitt samþykki um framsetningu og samhengi sem auglýsingin talar inn í. Slíkt samræmist ekki hlutverki BÍ. Formaðurinn rannsakaði málið í gær og í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu. „Blaðamannafélag hefur styrkt ýmis félagasamtök í gegnum tíðina meðal annars Félag íslenskra fíknefnalögreglumanna um tíu þúsund krónur tvisvar á ári. Ekki kom fram í styrkbeiðninni hvers eðlis auglýsingin var. Enda samræmist það ekki hlutverki Blaðamannafélags Íslands að taka þátt í einhverju sem umdeilanlegt má heita,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Flokkspólitískt mál öðrum þræði Vísir greindi frá því í gærkvöldi að FÍFL notaði nafn Rauða krossins á Íslandi án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauðdaga“. „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Sigríður Dögg vísar til þess að aðferð og markmiði sé í þessu tilfelli ruglað saman. Eitt sé að vilja sporna við fæti gegn fíkniefnavá, annað sé að taka eindregna afstöðu með því hvaða aðferð sé farsælust í nálgun á þeim vanda. Öðrum þræði er um að ræða flokkspólitískt mál sem auglýsingin talar beint inn í og tengist frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, sem er samstofna frumvarpi sem Píratar höfðu áður lagt fram, sem gengur út á afglæpavæðingu neysluskammta. Það frumvarp dagaði upp á þingi og tókst ekki að ljúka afgreiðslu þess áður en þingið fór í sumarfrí. Áður hafði Miðflokkurinn talað ákaft gegn frumvarpinu. Fjármunirnir fara til Íslenska lögregluforlagsins Sigríður Dögg segir fyrirliggjandi að BÍ muni ekki styrkja téða auglýsingastarfsemi FÍFL í framtíðinni að fenginni þessari reynslu. Hin umdeilda auglýsing. Fram eru að koma ýmsir aðilar sem eru sagðir styðja málstaðinn sem kannast ekki við að hafa skrifað undir neitt slíkt.skjáskot „Við höfum gengið úr skugga um í hvað þessir fjármunir sem við og fleiri höfum styrkt Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafa farið og komist að því að mikill meirihluti fjármuna fer til einkarekins fyrirtækis, Íslenska lögregluforlagsins, sem hefur þá einu starfsemi að safna þessum styrkjum. Og minniháttar útgáfustarfsemi aðra tengda ýmsum lögreglufélögum.“ Fimm milljónir brúttó per auglýsingu Þá segir formaður BÍ að hún hafi haft samband við FÍFL og fengið þær upplýsingar að engin starfsemi hafi verið undanfarin ár heldur hafi fjármunirnir sem þarna hafa safnast verið settir í sjóð. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur félagið verið endurvakið nýlega. „Ljóst er að fjármunir sem Blaðamannafélagið hefur styrkt þennan málstað um undanfarin ár hafa ekki verið nýttir á þann hátt sem gefið var upp í styrkbeiðninni. Sem var að efla forvarnir og því ljóst að við munum ekki styrkja birtingu þessara auglýsinga eftirleiðis,“ segir Sigríður Dögg. Að því gefnu að allir greiði fyrir styrktarlínur og lógó sem sjá má í auglýsingunni má slá á að þar hafi safnast brúttó um fimm milljónir króna en greitt er 10 þúsund krónur fyrir styrktarlínuna en 25 þúsund krónur fyrir lógóið. Opnuauglýsing í Morgunblaðinu kostar, en það er umsemjanlegt, um 300 þúsund krónur. Blaðið er jafnan í aldreifingu á fimmtudögum. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Blaðamannafélag hefur styrkt ýmis félagasamtök í gegnum tíðina meðal annars Félag íslenskra fíknefnalögreglumanna um tíu þúsund krónur tvisvar á ári. Ekki kom fram í styrkbeiðninni hvers eðlis auglýsingin var. Enda samræmist það ekki hlutverki Blaðamannafélags Íslands að taka þátt í einhverju sem umdeilanlegt má heita,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Flokkspólitískt mál öðrum þræði Vísir greindi frá því í gærkvöldi að FÍFL notaði nafn Rauða krossins á Íslandi án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauðdaga“. „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Sigríður Dögg vísar til þess að aðferð og markmiði sé í þessu tilfelli ruglað saman. Eitt sé að vilja sporna við fæti gegn fíkniefnavá, annað sé að taka eindregna afstöðu með því hvaða aðferð sé farsælust í nálgun á þeim vanda. Öðrum þræði er um að ræða flokkspólitískt mál sem auglýsingin talar beint inn í og tengist frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, sem er samstofna frumvarpi sem Píratar höfðu áður lagt fram, sem gengur út á afglæpavæðingu neysluskammta. Það frumvarp dagaði upp á þingi og tókst ekki að ljúka afgreiðslu þess áður en þingið fór í sumarfrí. Áður hafði Miðflokkurinn talað ákaft gegn frumvarpinu. Fjármunirnir fara til Íslenska lögregluforlagsins Sigríður Dögg segir fyrirliggjandi að BÍ muni ekki styrkja téða auglýsingastarfsemi FÍFL í framtíðinni að fenginni þessari reynslu. Hin umdeilda auglýsing. Fram eru að koma ýmsir aðilar sem eru sagðir styðja málstaðinn sem kannast ekki við að hafa skrifað undir neitt slíkt.skjáskot „Við höfum gengið úr skugga um í hvað þessir fjármunir sem við og fleiri höfum styrkt Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafa farið og komist að því að mikill meirihluti fjármuna fer til einkarekins fyrirtækis, Íslenska lögregluforlagsins, sem hefur þá einu starfsemi að safna þessum styrkjum. Og minniháttar útgáfustarfsemi aðra tengda ýmsum lögreglufélögum.“ Fimm milljónir brúttó per auglýsingu Þá segir formaður BÍ að hún hafi haft samband við FÍFL og fengið þær upplýsingar að engin starfsemi hafi verið undanfarin ár heldur hafi fjármunirnir sem þarna hafa safnast verið settir í sjóð. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur félagið verið endurvakið nýlega. „Ljóst er að fjármunir sem Blaðamannafélagið hefur styrkt þennan málstað um undanfarin ár hafa ekki verið nýttir á þann hátt sem gefið var upp í styrkbeiðninni. Sem var að efla forvarnir og því ljóst að við munum ekki styrkja birtingu þessara auglýsinga eftirleiðis,“ segir Sigríður Dögg. Að því gefnu að allir greiði fyrir styrktarlínur og lógó sem sjá má í auglýsingunni má slá á að þar hafi safnast brúttó um fimm milljónir króna en greitt er 10 þúsund krónur fyrir styrktarlínuna en 25 þúsund krónur fyrir lógóið. Opnuauglýsing í Morgunblaðinu kostar, en það er umsemjanlegt, um 300 þúsund krónur. Blaðið er jafnan í aldreifingu á fimmtudögum.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10